Skip to content

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Síðast liðið vor fékk Selásskóli styrk frá Forriturum framtíðarinnar en hlutverk sjóðsins er að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Styrkurinn var að hluta til veittur til tækjakaupa og voru keypt minni tæki til forritunar- og tæknikennslu ( Til dæmis Osmo forritunarleikjum og vélmennunum Dash og Dot). Búnaðurinn hugsaður fyrir alla  nemendur skólans frá 1. bekk upp í 7. bekk. Í vetur hafa kennarar í flestum bekkjum innleitt þennan búnað í kennslu með afar góðum árangri hjá áhugasömum nemendum. Vonir standa til þess að auka tækjakostinn en starfsfólk hefur m.a fengið  fræðslu á menntabúðum í tengslum við þróunarverkefnið Austur- Vestur sem við tökum þátt í með Vesturbæjar- og Ingunnarskóla  og einnig með styrk frá Forriturum framtíðarinnar. Óhætt er að segja að  umfang upplýsingatækni í kennslu  hefur aukist í Selásskóla