Skip to content

Dagur barnabókarinnar

Síðan 1967 hefur Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar verið haldinn hátíðlegur, í kringum 2. apríl sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á barnabókum og kærleika sem fylgir lestri. Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins.  Nú í ár var það sagan Haugurinn eftir Gunnar Theodór Eggertsson og flutti höfundurinn söguna í RÚV rás 1. Í mörgum bekkjum fögnuðu kennarar deginum með því að hlusta á söguna og vinna verkefni tengd henni.  Þessi dagur er líka dagur einhverfunnar og af því tilefni mættu margir í einhverju bláu. Myndir