Skipulag skóladags verður sem hér segir þangað til annað verður tilkynnt

Skipulag skóladags verður sem hér segir þangað til annað verður tilkynnt:
Vinsamlegast athugið að nemendur eiga að mæta á tilsettum tíma því inngangar eru læstir.
Umsjónarkennara hleypa nemendum inn og síðan er innganginum læst.
Nemendur koma inn í skólann sem hér segir:
kl. 8:10 – 10:10
2. bekkur kemur inn um sama inngang og venjulega
3. bekkur kemur inn um sama inngang og venjulega
5. bekkur notar inngang á efri hæð í Vesturgarði – farið upp tröppurnar (farið varlega!)
kl. 10:40 – 12:40
1. bekkur kemur inn um sama inngang og venjulega
4. bekkur kemur inn um sama inngang og venjulega
6. bekkur notar inngang á efri hæð í Vesturgarði – farið upp tröppurnar (farið varlega!)
kl. 13:00 – 15:00
7. bekkur notar inngang á efri hæð í Vesturgarði – farið upp tröppurnar (farið varlega!)
Skóladagurinn gekk mjög vel og nemendur tóku öllu með ró og stóðu sig vel líkt og þeir eru vanir.
Við viljum vekja athygli ykkar á því að allar áætlanir geta breyst með mjög stuttum fyrirvara og biðjum ykkur því að fylgjast vel með tölvupósti, heimasíðu skólans og facebook síðu foreldrafélagsins.
Bestu þakkir fyrir skilninginn!
Með vinsemd
Skólastjórnendur Selásskóla