Skip to content

Upplestrarkeppni

Enn tökum við þátt í Stóru upplestrarkeppninni hér í Selásskóla en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Nemendur 7. bekkja hófu undirbúning að keppninni í nóvember og hafa síðan æft sig í upplestri. Undanúrslit keppninnar voru á sal skólans í dag þar sem  sjö nemendur kepptu um þau sæti sem í boði voru. Þetta voru þau Embla Þuríður Bjarkadóttir,  Daníel Þór Michelsen, Helga Hrund Ólafsdóttir, Birgitta Marín Þórsdóttir, Hildur Elín Ólafsdóttir, Pétur Óli Ágústsson og  Dagný Lilja Baldvinsdóttir. Nemendur lásu kafla úr bók Ævars Þór Benediktssonar Þín eigin þjóðsaga, ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur og  að síðustu ljóð að eigin vali.

Úrslit urðu þau að   Helga Hrund Ólafsdóttir  og Pétur Óli Ágústsson voru valdin til að keppa fyrir hönd skólans í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 5.mars kl. 15. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Vert er að taka fram að allir nemendur stóðu sig með sóma. Hér er hægt að sjá myndir frá viðburðinum.