Skip to content

Skólahald fellur niður

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Skólahald fellur niður á morgun, 14.2.20, í Reykjavík, sbr. eftirfarandi tilkynningu frá sviðsstjóra.
Ef einhverjir þurfa að komast inn í skólann, s.s. vegna neyðarþjónustu eru þeir beðnir um að hafa samband við Önnu Soffíu Þórðardóttur, skrifstofustjóra í síma 8491553.

Kveðjur bestar,
Sigfús Grétarsson, skólastjóri

Ágætu stjórnendur,

Á morgun fellur niður skólahald í leikskóla- og grunnskóla vegna veðurs. Halda þarf hins vegar skólabyggingum opnum til að tryggja að yngstu börn starfsmanna í neyðarþjónstu fái lágmarksþjónustu. Þetta er gert með lágmarksmönnun. Þar er átt við stjórnendur, umsjónarmann skóla og aðra lykilstarfsmenn sem þið ákveðið að séu við störf til að taka á móti og vera með þeim fáu börnum sem koma.

Í tilviki unglingaskóla þá á ég ekki von á að margir nemendur komi askvaðandi í skólann – en samt mikilvægt að einhver/jir séu á staðnum til að taka á móti ef einhverjir nemendur koma.

Veðrið á að ganga talsvert niður eftir hádegi og því gerum við ráð fyrir að frístundaheimili verði opin. Vegna veðursins og þeirrar staðreyndar að flestir foreldrar verði heima með börnin sín fyrir hádegi má vænta að fjöldi barnanna verði í lágmarki. Það ætti því að vera hægt að sýna þeim starfsmönnum frístundaheimila sveigjanleika sem erfitt eiga með að komast til vinnu.

Með bestu kveðju,

_________________________________

Helgi Grímsson
Sviðsstjóri
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík