Skip to content

Heimsókn í Vísindasmiðujna

Fyrir stuttu síðan fór 5.bekkur að heimsækja Vísindasmiðjuna í Háskóla Íslands. Heimsóknin var mjög skemmtileg
og fræðandi en Vísindasmiðjan tekur virkan þátt í að vekja áhuga og dýpka skilning barna og unglinga
á viðfangsefnum vísindanna.

Nemendur útbjuggu svo boðsmiða til þess að bjóða foreldrum og systkinum með sér á Vísindasmiðjuna í Hörpunni 25.janúar kl 13-16 – frítt inn og allir velkomnir.

Vísindasmiðjan býður grunnskólanemum í heimsókn til sín á hverju ári. Þar geta nemendur unnið einfaldar tilraunir og uppgötvað þannig hvernig ýmislegt sem tengist eðlisfræðinni virkar. Starfsmenn smiðjunnar taka frábærlega vel á móti nemendum sem skemmtu sér konunglega ásamt því aðverða margs vísari um þessi fræði. Myndir