Skip to content

Litlu jólin 2019

Þá erum við komin í jólafrí en síðasti skóladagur var í dag. Nemendur mættu í sínum fínasta pússi og dönsuðu í kringum jólatré og sungu jólalög við undirspil Sigrúnar tónmenntakennara. Eftir dansinn og sönginn fóru nemendur í stofunar sínar og fengu heitt súkkulaði og mauluðu smákökur.

Um leið og við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla viljum við minna á að skólahald hefst aftur að loknu jólafrí föstudaginn 3. janúar. Myndir

Gleðileg jól