Litlu jólin 2019

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Föstudaginn 20. desember verða litlu jólin hér í Selásskóla. Nemendur koma á eftirfarandi tímum:
3., 4. og 7. bekkur kl. 10:00 – 11:30
1.,2., 5. og 6. bekkur kl. 11:00 – 12:30
Nemendur mega hafa með sér smákökur en fá heitt kakó hér í skólanum. Dansað verður í kringum jólatréð, síðan tekur við jólastund í kennslustofu. Þetta tekur allt um einn og hálfan tíma. Nemendur sem skráðir eru í Víðisel, fá gæslu hér í skólanum þar til Víðisel byrjar kl. 13:00. Engin gæsla er um morguninn fyrir litlu jólin.
Þetta er jafnframt síðasti skóladagur fyrir jól. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.
Jólakveðja
Starfsfólk Selásskóla