Rithöfundar í heimsókn

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa fengið góða gesti til sín núna í desember. Fyrst kom rithöfundurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir og las upp úr bókinn sinni Stúfur hættir að vera jólasveinn og spjallaði við nemendur sem voru mjög áhugasamir um þessa skemmtilegu bók. Fimmtudaginn 12. desember heimsótti rithöfundurinn Blær Guðmundsdóttir bekkina og las upp úr bók sinni Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsúrumsipp systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum. Nemendur hlustuðu vel og höfðu gaman af, enda skemmtilegur upplestur og afar fallegar myndir. Myndir