Leikskólabörn í heimsókn

Sú hefð hefur skapast hér í Selásskóla að elstu börnin á leikskólunum hér í kring koma í heimsókn á aðventunni. Nú í vikunni komu börn úr Blásölum, Rauðaborg og Heiðarborg í heimsókn. Þau fengu að hlusta á jólasögu, skoða bækur og tefla. Virkilega skemmtilegir hópa sem gaman verður að taka á móti í haust. Myndir