Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins eru veitt í tilefni Dags íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur árlega á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.
Það var háðtíðleg stund í Norðurljósasal Hörpu síðastliðinn laugardag þegar margir nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur veittu verðlaunum viðtöku.
Tveir nemendur úr Selásskóla voru tilnefndir. Það voru þau Lilja Bríet Sigurðardóttir 2. bekk sem var tilnefnd fyrir að leggja metnað í að bæta sig í lestri og fyrir að taka miklum framförum í vinnubrögum tengdum ritun íslensku og Örlygur Dýri Olgeirsson 6. bekk, sem tilnefndur var fyrir að vera fróðleiksfús og áhugasamur um námið og leggja sig fram við að skilja orð sem eru flókin í lesmáli eða orðræðu.
Við erum ákaflega stolt af þessum nemendum okkar og óskum þeim og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með verðlaunin. Myndir