Skip to content

Heimsókn á Ásmundarsafn

Áætlað var að fara með 5.bekk í Perlufestina í Hljómskálagarðinum að skoða högglistarverk eftir konur en vegna veðurs þá var okkur boðið í staðinn að kíkja á Ásmundarsafn í Laugardalnum þar sem við kynntumst aðeins sögu Ásmundar Sveinssonar og verkum hans. Við fengum líka kynningu á verkum Ólafar Nordal sem voru til sýnis á safninu. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð, börnin áhugasöm og ætla að reyna að draga foreldra sýna með sér að skoða útilistaverkin hennar Ólafar, t.d Þúfuna úti á Granda og heitu laugina á Seltjarnarnesinu. Myndir