Skip to content

Lestur á leikskólum

Í tilefni af degi íslenskra tungu þann 16.nóvember næstkomandi fór 5.bekkur úr Selásskóla í heimsókn á leikskólana í hverfinu, Rauðaborg, Heiðarborg og Blásali að lesa fyrir krakkana á leikskólanum. Nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega, reyndu að velja bækur við hæfi aldurs. Nemendur  æfðu sig að lesa  í vikunni og lögðu sig fram við að lesa vandlega og hátt og skýrt upphátt . Leikskólarnir tóku vel á móti okkur og gekk allt mjög vel. Myndir.