Skip to content

Skemmtilegar vinadagar

Vinadagar voru haldnir í selásskóla dagana 6. til 8.nóv og gerðu vinabekkirnir ýmislegt saman sér til skemmtunar.  Nemendur í 1. og 4. bekkur eru vinabekkir með bláan lit,  2. og 5. bekkur eru saman með rauðan lit, 3. og 6.bekkur með grænan lit og 7.bekkur er vinur allra og voru í bleiku. Vinabekkirnir hittust og gerðu hendur saman í litnum sínum með fallegum orðum á, þær hanga núna frammi á veggnum hjá gryfjunni og koma ótrúlega vel út.  Nemendur í 1. 4. og 7. bekk hittust og gerðu vinabönd saman og hafa þau nú tengst sannkölluðum vinaböndum. Árla dags í morgunrökkri á vinadögum gerðu börnin í 1. og 7. bekk sér glaðan dag í rjóðrinu úti á skólalóð. Þau skreyttu trjágreinarnar með könglum í öllum regnbogans litum og sungu saman nokkur vinalög. Þau áttu saman góða stund. Annar og fimmti bekkur hittust lika til að fara í bingó og héldu saman ávaxta – og grænmetishlaðborð. Þann 8.nóv var dagur gegn einelti og horfðu nemendur á myndbönd um efni tengdu því og svo var endað í gryfjunni þar sem við sungum  saman vinalög, þar sem foreldrum og systkinum var boðið að koma að syngja með. Frábærir vinadagar sem gengu vel. Myndir