Skip to content

Vinadagar

Ágætu foreldrar/forráðamenn.

Dagarnir 6., 7. og 8. nóvember eru sérstakir vinadagar hér í Selásskóla. Vinadagarnir eiga sér langa hefð hér í skólanum og tengjast alltaf baráttudeginum gegn einelti, sem að þessu sinni er á föstudeginum 8. nóvember.

Á vinadögunum vinna nemendur að ýmsum verkefnum sem eiga það sammerkt að fjalla um gildi vináttunnar og fagna fjölbreytileik allra einstaklinga. Vinabekkir hittast og starfa saman og hafa fengið úthlutað ákveðnum litum og það væri gaman ef nemendur gætu komið í einhverju eða með eitthvað tengt þeirra lit.

  1. og 4. bekkur blár litur
  2. og 5. bekkur, rauður litur
  3. og 6. bekkur, grænn litur
  4. bekkur, bleikur litur

Föstudaginn 8. nóvember munum við svo koma saman og syngja vinalög við undirleik Vinabandsins klukkan 13:00. Foreldrar/aðstandendur eru þá velkomnir og taka þátt í söngnum með okkur og skoða vinaverkefni sem nemendur hafa verið að gera.

 

Með kveðju,
skólastjórn.