Skip to content

Úrslit í bangsagetraun

Á bangsadaginn var getraun á skólasafninu. Nemendur máttu giska á fjölda gúmmíbangsa í glerkrukkum. Tvær misstjórar krukkur voru fyllta með böngsum, önnur fyrir 1. – 3. bekk og hin fyrir 4. – 7. bekk. Það voru þau Ester nemandi í 1. bekk og Matthías Leó nemandi í 5. bekk sem komust næst réttum fjölda og fengu þau mjúka fallega bangsa að gjöf.