Hafið

Síðustu vikur hefur 2.bekkur verið að vinna með námsefnið Komdu og skoðaðu hafið. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni þar sem námsgreinunum íslensku, náttúrufræði og samfélagsfræði er fléttað saman. Nemendur unnu m.a. með vísuna Fiskurinn hennar Stínu, orðasúpu, ritun og myndsköpun, paralestur, sóknarskrift og krossglímu út frá náttúrufræðiefninu. Að endingu bjuggu nemendur til sitt eigið fiskabúr ýmist í samvinnu eða einir. Toppurinn var svo ferð með strætó á Sjómynjasafnið mánudaginn 30. september. Fengum við leiðsögn um safnið og fengu nemendur að skoða og prófa ýmislegt ásamt því að fræðast um fiska, báta og fiskvinnslu. Myndir