Skip to content

Heimsókn í Norræna húsið

Nemendur og kennarar í 6. bekk heimsóttu Norræna húsið í vikunni. Þetta var liður í námsefni þeirra um Norðurlöndin ásamt þátttöku í NORDPLUS. Með í för voru kennarar frá Finnlandi og Danmörku auk Rósu á skólasafninu og Heiðu á skólasafni Háteigsskóla en 6. bekkur í þeim skóla kom ásamt sínum kennurum í húsið á sama tíma. Þarna fengu nemendur kynningu á öllum Norðulöndunum, lesið var upp úr bók Andra Snæs Magnasonar Sagan af bláa hnettinum á íslensku, dönsku og finnsku. Nemendur fengur að skoða barnabókasafnið en á því er mjög gott úrval af bókum á norrænum tungumálum. Nemendur unnu einnig verkefni um Norðulöndin og borðuð nesti um leið og þeir hlustuðu á danska draugaögu. Eftir þvi var tekið hve nemendur voru kurteisir og stilltir og voru sér og skólanum því til sóma. Myndir