Þróunarverkefni í 4. bekk

Í vetur er unnið þróunarverkefni í 4. bekk sem kallast Snjallir nemendur. Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að nemendur og kennarar noti tölvutæknina og þá möguleika sem hún felur í sér. Sérstaklega er lögð áhersla á fjölbreytta úrvinnslu með viðfangsefni. Að lögð sé áherslu á starfrænt læsi með orðum, ljósmyndum og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Meginmarkmiðið með þessu verkefni er að nota spjaldtövutæknina til að leiða allt nám í þessum árgangi á skapandi hátt og leggja áherslu á myndræna útfærslu ekki síður en hið ritaða mál. Að samþætta tæknina við flest allt skólastarf og koma til móts við þær tæknilegu kröfur sem gerðar eru í skólastarfi í dag. Til þess að ná þessum markmiðum hafa allir nemendur í þessu árgangi aðgang að spjaldtölvu sem þeir hafa til eigin nota í skólastarfinu í vetur. Eitt af meginmarkmiðum er einnig að þróa nýjar kennsluhætti í Selásskóla þar sem tækni og sköpun vinna saman með það í huga að vera leiðandi fyrir aðra kennara í skólanum. Það eru umsjónarkennararnir Bergljót Bergsdóttir og Halldóra Valgarðsdóttir sem leiða þetta starf í samstarfi við Rósu Harðardóttur skólasafnskennara og verkefnastjóra í upplýsingatækni í Selásskóla.