Skip to content

Olympíuhlaup og Göngum í skólann

Í dag tóku nemendur í  Selásskóla þátt í  Ólympíuhlaupinu. Stífluhringurinn varð fyrir valinum en mismunandi margir eftir aldri nemenda. Þetta var skemmtileg samvera þar sem allir lögðust á eitt við að hlaupa og njóta útiveru.  Verkefnið Göngum í skólann var kynnt og hefst það mánudaginn 16. september og stendur til 27. september. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur skólans til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Myndir