Skip to content

Námsefniskynningar fyrir foreldra og aðstandendur

Í næstu viku hefjast kynningar fyrir foreldra. Þá fara kennarar yfir það helsta sem unnið verður með í vetur. Við hvetjum foreldra til að mæta og kynnast því sem börnin eru að gera í skólanum og einnig að hitta umsjónarkennarana.

Dagsetningar foreldrakynninga (námsefniskynninga) eru eftirfarandi:

Þriðjudagur 3. sept. –5. bekkur

Miðvikudagur 4. sept. – 6. bekkur

Fimmtudagur 5. sept. – 7. bekkur

Föstudagur 6. sept. – 4. bekkur

Mánudagur 9. sept.  – 3. bekkur

Þriðjudagur 10. sept. – 2. bekkur

Samkvæmt venju hefst foreldrakynningin kl. 8:15 í bekkjarstofu og kl. 8:50 er foreldrum boðið á kaffistofuna með skólastjóra þar sem veitingar verða í boði.

Þessa daga verður gæsla í fyrsta tíma fyrir nemendur í 2. – 4. bekk, nemendur í 5. – 7. bekk koma í skólann kl. 8:50