Alþjóðlegt bókamerkjaverkefni

Í vetur tóku nemendur í 2., 3. og 6. bekk þátt í alþjóðlegu bókamerkjavererkefni á vegum International Association of School Librarianship. Nemendur bjuggu sjálfir til bókamerki að eigin vali og sendu til vinabekkjar sem þeim var úthlutað. Nemendur í 2. bekk sendur til Króatíu, nemendur í 3. bekk til Indlands og nemendur í 6. bekk til Ungverjalands. Síðan fengur þeir sendingu frá þessum löndum líka. Þetta verkefni hefur verið í gangi í mörg ár var unnið af umsjónarkennurum og Rósu á skólasafninu og vonandi taka fleiri bekkir þátt á næsta ári.