Skip to content

Skólaslit

Í dag 7. júni 2019 var Selásskóla slitið í þrítugasta og þriðja sinn.  Í morgun komu nemendur í 1. til 6. bekk og fengu afhentan vitnisburð hjá umsjónakennurum. Eftir hádegi fór svo fram útskrift hjá nemendum í 7. bekk en þeirra bíða frekari ævintýri í nýjum skólum. Margrét Rós aðstoðarskólastjóri stýrði athöfinni á sal að viðstöddum nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans. Þetta var falleg athöfn þar sem nemendur tóku þátt af innlifun. Þröstur Ingi spilaði á píanó, bræðurnir Viktor Elí og Mikael Orri spiluðu á píanó og bassa, Heiðar og Stefán Ingi lásu upp ljóð og stöllurnar Hildur Inga, Ísabella Íris og Nanna sýndi fimleikaatriði. Þá rifjuðu Klaudía, Guðrún Embla og Lovísa upp veru sína í skólanum og minntust á skemmtilegar samverustundir með söknuði. Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar: Rótarýhreyfingin veitir árlega viðurkenningu fyrir þann nemenda sem staðið hefur sig vel í félagsmálum og var það Eygló Dís Ármannsdóttir sem hlaut þá viðurkenningu að þessu sinni. Viðurkenningu fyrir framfarir í námi hlaut Nadía Nótt Brook Arnarsdóttir og viðurkenningu fyrir samanlagðan góðan námsárangur hlaut Stefán Ingi Ólafsson. Nemendur enduðu svo á því að flytja bæði með söng og hljóðfæraleik lög úr smiðju Freddy Mercury. Takk fyrir samveruna kæru nemendur og bjarta framtíð. Myndir