Skip to content

Heimsókn í húsdýragarðinn

Föstudaginn 24. maí fór 3. bekkur í Húsdýragarðinn. Við ferðuðumst með strætisvagni og gekk það mjög vel. Í Húsdýragarðinum var vel tekið á móti okkur. Hópnum var skipt í tvo hópa og skoðuðum við öll húsdýrin á svæðinu og fengum fræðslu um þau í leiðinni. Einnig var mjög vinsælt að fá að fara í skordýrahúsið en við kíktum þangað eftir að fræðslunni lauk um húsdýrin. Selirnir vekja að sjálfsögðu alltaf kátínu en hápunkturinn voru þó geiturnar því við fengum að fara inn til þeirra og klappa kiðlingunum. Ferðin gekk mjög vel og lék góða veðrið við okkur. Myndir