Daníel Björn fékk verðlaun fyrir smásögu

Í gær þann 2.júni fór fram í annað sinn Sögur verðlaunahátíð barnanna þar sem barnamenning var verðlaunuð. Sögur fyrir og eftir börn voru einnig verðlaunuð en börn á aldrinum 6 til 12 ára gátu sent inn efni í nokkrum flokkum. Daníel Björn Baldursson nemandi í 6. bekk fékk verðlaun fyrir smásöguna sína Endurfundir. Við óskum Daníel Birni innilega til hamingju með verðlaunin og gaman verður að fylgjast með þessum unga rithöfundi í framtíðinni.