Skip to content

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Þröstur Ingi  nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Selásskóla.  Þröstur Ingi er jákvæður og samviksusamur nemandi og sinnir öllu námi af áhuga, vandvirkni og metnaði.   Persónuleiki Þrastar Inga einkennist af yfirvegun, þroska og réttsýni og hann ígrundar oft málefni líðandi stundar. Hann er sýnir framúrskarandi árangur í íþróttum og er mjög listfengur. Þröstur Ingi hefur afar góða nærveru, er góður og traustur félagi sem hefur góð og jákvæð áhrif á bekkjarandann. Til hamingju Þröstur Ingi.