Vísindakistan hjá 4. bekk

Fjórði bekkur fór í vettvangsferð niður í Ártúnsholt hjá skíðabrekkunni. Þau gengu niður dalinn og horfðu á fuglalífið, tíndum snigla og nutum þess að vera úti í góða veðrinu. Ferðinni var heitið að skúr sem kallaður er Vísindakistan, en Gufunesbær hefur útbúið verkefni og aðstöðu fyrir skóla til þess að gera alls konar útiverkefni. Nemendur skoðuðu skordýrin með stækkunarglerjum, kíktu á fugla með kíkjum, mældu hitastig, fóru í náttúrubingó, leiki og margt fleira. Allir gátu mælt með vísindakistunni eftir þennan skemmtilega dag. Myndir