Sveitaferð hjá 1. bekk

Mánudaginn 6.maí fór 1.bekkur í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Lagt var af stað með rútu frá skólanum um 8:40 og komið að Bjarteyjarsandi um kl.10. Þar tók á móti okkur Arnheiður bóndi sem fór yfir mikilvægar reglur áður en haldið var í fjárhúsin að skoða dýrin, ærnar voru margar með nýfædd lömb, en einnig sáu nemendur lömb fæðast og þótti þeim mikið til koma að fá að fylgjast með því. Nemendur fengu að leika sér í heyinu og skoða kanínur. Farið var með hópinn niður í fjöru að skoða krossfiska og fleiri sjávardýr og að endingu voru grillaðar pylsur áður en haldið var af stað aftur með rútu í Selásskóla. Nemendur voru bæði skólanum og sjálfum sér til sóma og fengu þeir mikið hrós fyrir hegðun og framkomu frá bændunum á bænum. Myndir