Skip to content

6. bekkur í Húsdýragarðinum

Nemendur í 6.bekk fóru á vinnumorgun í Húsdýragarðinum þann 30.apríl og stóðu sig með stakri prýði. Þeim var skipt niður í 3 hópa þar sem hver hópur fékk ákveðin dýr að hugsa um, þrífa undan og gefa. Í leiðinni fræddust þau um dýrin og áttu í lokin að útbúa stutta kynningu fyrir hina hópana. Ferðin var mjög skemmtileg og fræðandi og var börnunum hrósað fyrir framkomu og vinnusemi. Frábær dagur. Myndir