Skip to content

Þemadagar

Þessa síðustu daga fyrir páskafrí eru þemadagar í Selásskóla. Unnið er með Japan og fara nemendur í aldursblönduðum hópum á mismunandi stöðvar með mismunandi verkefni á hverri stöð.

Þessa þrjá daga verður skóladagur nemenda frá kl. 8:10 til 12:00. Hádegismatur hefst klukkan 11:40 og gert ráð fyrir að honum sé lokið eigi síðar en um 12:15. Víðisel verður svo opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Ekki þarf að koma með skólatösku þessa daga,  nóg er að koma með lítinn bakpoka með nesti og brúsa. Ekki verða íþróttir og sund þessa daga.

Á föstudaginn er foreldrum boðið að koma í heimsókn frá kl. 10:30 – 11:40 þar sem hægt verður að ganga um skólann, skoða verkefnin og fá ef til vill að prófa sum verkefnin.
Viðburður verður á sal skólans í tvennu lagi svo allir komist að. Fyrri sýning hefst kl. 10:30 og seinni kl. 11:00.

Þeir nemendur sem æfa karate, judo, og/eða Jiu jitsu eru hvattir til að koma með búninga sína í skólann á föstudeginum. Eins hvetjum við aðra nemendur sem eiga einhvern japanskan fatnað eða eitthvað annað að mæta í því.

Ef nemendur fara heim með foreldrum að lokinni heimsókn þarf að láta kennara eða skrifstofu vita.