Skip to content

Nesti og nýir skór nemendur í 1. bekk fá bók að gjöf

Í dag komu allir nemendur úr 1. bekk á skólasafnið. Tilgangurinn með heimsókninni var að sækja bókina Nesti og nýir skór, úrval úr íslenskum barnabókum sem öll sex ára börn á landinu fá að gjöf frá IBBY á Íslandi. IBBY er áhugafélag um barnamenningu og barnabókmenntir. Bókin er úrvalsbók íslenskra barnabókmennta og er útgáfa hennar liður í lestrarhvatningu. Í bókinni eru myndir og textar sem foreldrar, kennarar, afar og ömmur barnanna þekkja og eiga væntanlega eftir að njóta að kynna fyrir börnunum. Markmiðið er að þessar sögur verði nýjum lesendum veganesti á leið þeirra inn í heim bókmenntanna.

Bókin er unnin í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög um allt land, þar á meðal Reykjavík og er bókin gott framlag í þjóðarátaki um læsi. Nánari upplýsingar eru inni í sjálfri bókinni og á heimasíðu IBBY