Skip to content

Salur hjá 1. bekk

Nemendur í 1. bekk buðu foreldrum sínum á sal á föstudaginn. Einnig fengu nemendur í 2. -4. bekk að mæta. Nemendur fluttu nokkur flott lög undir stjórn Sigrúnar tónmenntakennara. Einnig sögðu þeir frá uppáhaldsbókinni sinni og lásu ljóð. Eftir dagskrána var foreldrum boðið að heimsækja stofuna þeirra og sjá hvað unnið hefur verið með undanfarið en vinnan í 1. bekk er einstaklega fjölbreytt og skapandi undir stjórn þeirra Sigríðar Hallsteinsdóttur og Stefaníu Óskar Þórisdóttur.