Skip to content

Skólabúðir að Reykjum

Dagana 25. – 29. mars dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna, svo sem fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu Byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og nemendur voru með ýmis atriði. Nemendur skólans voru duglegir að koma með skemmtiatriði og vera þátttakendur. Veðrið var frekar leiðinlegt megnið af tímanum en á meðan dvölinni stóð var mikið rok og af og til snjókoma. Síðasta daginn fengum við mjög flott veður. Myndir