Skip to content

Lestrarátak Ævars

Lestrarátak Ævars vísindamanns var haldið í fimmta og síðasta skiptið frá 1. janúar til 1.mars. Nemendur í Selásskóla tóku þátt eins og venjulega og voru 657 miðum skilað að þessu sinni og voru því lesnar bækur 1971. Sumir lásu meira en aðrir og var 2. bekkur sá bekkur sem las flestar bækur miðað við fjölda.

Búið er að draga í þessu síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og ljóst er að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslensk börn 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns!

Ekki vorum við svo heppin að nemandi frá okkur verði í næstu bók eða skólinn en einn nemandi var dreginn út og fær nýjustu bók Ævars að gjöf þegar hún kemur út í vor. Þetta var Yngvi Þór Freysson nemandi í 4. bekk og er hann vel að þessu komin því hann átti marga miða í kassanum.

Verum svo áfram dugleg að lesa bæði börn og fullorðnir.