Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Árbæjarkirkju í dag fimmtudaginn 21. mars. Selásskóli átti 2 fulltrúa þá Stefán Inga og Heiðar Egil. Ásamt þeim komu fram nemendur úr Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Dalskóla, Ingunnarskóla,Sæmundarskóla og Norðlingaskóla. Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttir. En í þriðju og síðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja. Öll þessi ungmenni stóðu sig með miklum sóma. Úrslitin urðu þannig að í 1. sæti var fulltrúi Selásskóla, Stefán Ingi Ólafsson, í öðru sæti var Dagmar Guðrún Pálsdóttir úr Sæmundarskóla og í 3. sæti var Anna Eir Emelíudóttir úr Norðlingaskóla. Við óskum þessum flottu ungmennum innilega til hamingju.