Skip to content

Öskudagur

Á morgun  miðvikudaginn 6. mars er öskudagur og þá er skóladagurinn óhefðbundinn. Nemendur mæta kl.8:10 eins og venjulega og taka þátt í skemmtilegum viðfangsefnum. Hádegismat lýkur kl. 12 og fara þá nemendur heim nema þeir sem eiga að vera í Víðiseli. Að venju mega nemendur mæta í búningum þennan dag og ekki ólíklegt að draugar, löggur, dýr og ýmsar furðuverur verði á sveimi um skólann.