Skip to content

Verðlaun í smásagnasamkeppni

Félag enskukennara á Íslandi efnir árlega til smásagnakeppni fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Í gær voru afhent verðlaun  fyrir árið 2018. Verðlaunahöfundum , foreldrum og kennurum var boðið á Bessastaði þar sem Eliza Reid, forsetafrú, tók á móti ungum og efnilegum rithöfundum og var þeim afhent verðlaun við hátíðlega athöfn. Christian Logi Sigurðsson nemandi í 4. bekk fékk verðlaun fyrir teiknimyndasögu í flokki 5. bekkur og yngri. Við óskum Christian Loga innilega til hamingju með þennan árangur.