Foreldraviðtöl og starfsdagur

Miðvikudaginn 6. febrúar eru foreldraviðtöl í Selásskóla. Þá mæta nemendur með forráðamönnum á þeim tíma sem þeim hefur verið úthlutað. Farið er yfir stöðu nemenda og markmið vorannar.
Fimmtudaginn 7. febrúar er starfsdagur starfsfólks í skólanum þar sem við undirbúum starfið framundan. Báða þessa daga fellur niður allt skólahald og nemendur mæta aftur samkvæmt stundasrká föstudaginn 8. febrúar.
Búið er að setja óskilamundi í „gryfjuna“ endilega komið við og athugið hvort barnið/börnin ykkar eigi ekki eitthvað þar.