Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt:
- að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu
- að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi
Við í Selásskóla tókum þátt með margvíslegum hætti en áhersluatriðin í ár var rúmfræði. Nemendur unnur með þrívíð form, bókmenntir og fóru í spurningarleik.