Skip to content

Jólalestur á skólasafni

Í desember var boðið upp á jólalestur á skólasafninu. Þá skráðu nemendur niður þær jólabækur sem þeir lásu og þegar þeir höfðu klárað 5 bækur drógu þeir gamalt jólasveinanafn og fengu bókamerki að gjöf. Ef nemendur lásu fleiri bækur þá fengu þeir límmiða aftan á bókamerkið. Nemendur voru mjög áhugasamir og lásu meira en 300 bækur á þessu tímabili.