Skip to content

eTwinning verkefni í 3. bekk

Þegar líða tók að jólum ákváðu þær Bergljót og Karólína umsjónarkennarar í 3. bekk að taka þátt í eTwinning verkefni sem ber yfirskriftina
Let‘s Celebrate 2018-2019. Markmið verkefnisins er að beina sjónum að mismunandi jólahefðum. Nemendur útbjuggu jólakveðjur og sendu sín á milli bæði á íslensku og ensku. Um páskana verður leikurinn svo endurtekin. Mikil spenna ríkti fyrir jóla þegar kortin fóru að berast enda eru 39 þátttakendur í þessu verkefni frá mörgum löndum. #etwinning