Skip to content

Klukkustund kóðunar

Vikan 3. – 7.desember er alþjóðleg vika forritunar. Á síðunni Hour of Code  eru fjöldi forritunarverkefna eða áskorana fyrir krakka á aldrinum fjögurra til átján ára á mörgum tungumálum. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. Selásskóli tók þátt í slíkri áskorun í vikunni í nokkrum bekkjardeildum og var einn af rúmlega 20 skólum á landinu með slíkt verkefni. Síða verkefnisins er öllum opin og við hvetjum nemendur til að nýta sér hana.