Skip to content

Hjalti Halldórsson í heimsókn

Hjalti Halldórsson rithöfundur kom í heimsókn í Selásskóla í dag. Hann las upp úr nýju bókinni sinni „Draumurinn“ fyrir nemendur í 5. – 7. bekk. Upplesturinn fór fram á skólasafninu og stóðu flestir sig mjög vel. Bókin er komin á safnið en er stöðugt í útláni.