Skip to content

Gjöf frá Osló

Samofin menning og saga Noregs og Íslands binda okkur sterkum böndum. Í gegnum árin hefur Osló gefið Reykjavíkurborg jólatré sem tákn um vináttu þjóðanna og tákn um sameiginlegar jólahefðir. Frá árinu 2016 hefur tréð komið frá Heiðmörk. Í ár ákvað borgarstjórinn í Osló að gefa skólasöfnum í Reykjavík bókapakka með fjórum Doktor Proktor bókum eftir norska rithöfundinn Jo Nesbø. Við þökkum fyrir þessa flottu gjöf og erum viss um að hún komi að góðum notum.