Skip to content

1. desember

Á föstudaginn síðasta þann 30. nóvember héldum við Fullveldisdaginn hátíðlegan.  Þá minntumst við 100 ára afmælis fullveldi Íslands með margvíslegum hætti hver bekkur á sinn hátt. Allir söfnuðust svo á sal og sungu ættjarðarlög. Þess má geta að í vor var þemavinna í skólanum þar sem fullveldinu var gerð mjög góð skil.