Skip to content

Endurskinsmerki

Nú í mesta skammdeginum er mikilvægt fyrir alla að nota endurskinsmerki.  Nemendur í 4. bekk ræddu þetta einmitt í dag og gerðu tilraunir. Þau mættu með vasaljós í skólann og fóru út til að kanna hversu vel endurskinsmerkin þeirra virkuðu.  Það athuguðu hversu vel þau sæjust og hvernig það breyttis eftir fjarlægð. Munum eftir endurskinsmerkjum bæði börn og fullorðnir.