Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu á föstudaginn á degi íslenskrar tungu. Aldrei hafa fleiri fengið verðlaunin en 67 nemendur og einn nemendahópur fengu viðurkenningu. Úr Selásskóla voru það þau Kristín Lilja Káradóttir nemandi í 6. bekk og Egill Ási Arnarsson nemandi í 4. bekk  sem fengu verðlaun og óskum við þeim innilega til hamingju.