Skip to content

Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson heimsótti Selásskóla í dag. Hann las upp úr nýrri bók sinni Þitt eigið tímaferðalag fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Óhætt er að segja að hann hafi vakið hrifningu hjá nemendum sem margir vildu fá bókina að láni við fyrsta tækifæri. Ævar kynnti einnig lestrarátk sitt sem verður haldið í fimmta og síðasta sinn strax eftir áramótin.  Hér er hægt að sjá fleiri myndir.