Skip to content

Hand- og fótboltamót

Sunnudaginn 23. september fór fram grunnskólamót í handbolta á vegum Fylkis fyrir skólana í hverfinu þ.e Ártúnsskóli, Árbæjarskóli, Selásskóli og Norðlingaskóli. Keppt var í 5-7.bekk bæði stráka og stelpulið. Selásskóli sendi keppendur í 5. bekk stráka (sem fengu lánað 2 stelpur í 6.bekk og einn strák úr 5. bekk Árbæjarskóla), 6. bekk stráka- og stelpulið og 7. bekk strákalið.
Nemendur úr skólanum stóðu sig með mikilli prýði og var skólanum til sóma utan vallar sem innan. Selásskóli vann í öllum bekkjum sem þau tóku þátt. Í blönduðu liði í 5. bekk var jafnt eftir leiktímann en Norðlingaskóli vann vegna þess að það lið var eingöngu skipað nemendum út 5. bekk og úr sama skóla.
Markaskorarar í hjá Selásskóla voru í 5. bekk. Stefán(3) og Aron (1). Í 6. bekk. Daníel Björn (6), Andri (5), Birgir (1), Pétur (1), Dagný (2), Hanna (2), Kristín (1) og Ragnheiður (1). Í 7.bekk Árni (4), Viktor Máni (1), Matthías Ingi (1) og Heiðar 1).

Mánudaginn 24. september fór svo fram hið árlega grunnskólamót í knattspyrnu á vegum KSÍ fyrir 7.bekk. Selásskóli sendi bæði í stráka- og stelpulið. Bæði lið stóðu sig mjög vel þó svo að þau komust ekki áfram. Strákarnir unnu 1 leik gerðu 1 jafntefli og töpuðu 2. Stelpurnar unnu 2 leiki en töpuðu 1. Mikið fjör var í Egilshöllinni og voru krakkarnir skólanum til sóma. Markaskorarar hjá Selásskóla voru Viktor Máni (2), Ýmir (2), Egill (1), Guðrún (3), Elín (2), Eyrún (1) og Nadía (1).