Sumarlestur

Í vor þegar skóla lauk fengu nemendur skráningarblað fyrir sumarlestur með sér heim. Markmiðið var að hvetja foreldra til að aðstoða börnin sín í að viðhalda lestrarfærni sinni. Mikilvægt er að lesa þegar skólinn er í fríi en rannsóknir sýna það að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í fríinu. Nú í haust skiluðu tæplega 50 börn sumarlestrarblaðinu sínu og fengu bókamerki og blýant sem viðurkenningu. Höldum áfram að lesa því lestur er bestur.